Kvennakór stofnaður í Skagafirði

Búið er að stofna kvennakór í Skagafirði sem enn hefur ekki hlotið nafn en hann mun hefja starfsemi í haust. Þrjár konur  Drífa Árnadóttir, Íris Olga Lúðvíksdóttir og Sigurlaug Maronsdóttir tóku sig til fyrr í sumar og stofnuðu kórinn en þrátt fyrir mikið sönglíf í Skagafirði þótti þeim vanta kór sem eingöngu væri skipaður konum.

Æft verður einu sinni í viku á Löngumýri milli klukkan 18 og 20 á þriðjudögum og söngstjóri verður Sólveig Einarsdóttir á Mosfelli í Húnavatnssýslu. Drífa Árnadóttir talskona kórsins hvetur konur til að hafa samband hafi þær áhuga á að vera með. –Við búumst við því að konur taki þessu vel og fjölmenni, bæði skagfirskar sem húnvetnskar, segir Drífa.

Fleiri fréttir