Kynjaveröld í Kakalaskála um helgina
Laugardaginn 26. ágúst verður haldið málþing í Kakalaskála í samstarfi við Háskóla Íslands. Málþingið ber yfirskriftina Kynjaveröld í Kakalaskála og þar verða flutt erindi sem tengjast konum frá öllum tímum og sérstaklega í Skagafjörð. Dagskráin hefst kl 14 og stendur til kl 16:30 og er aðgangur ókeypis.
Fjallað verður um ýmis málefni, skilgreiningar á kynferði, hannyrðir kvenna á Hólum og í Gröf, skáldkonuna Elínborgu Lárusdóttur og ferðalög kvenna sem segir frá í Sturlungu. Það er Guðrún Ingólfsdóttir sem stjórnar málþinginu og eru allir velkomnir í Kakalaskála.
Dagskráin er sem hér segir:
Kl. 14:00 - Þórunn Sigurðardóttir rannsóknarlektor: Maður og kvinna er höfuð og hönd. Skilgreiningar á kynferði í 17. aldar textum.
Kl. 14:30 - Margrét Eggertsdóttir rannsóknarprófessor: Sálmahandrit og hannyrðir kvenna á Hólum og í Gröf.
Kl. 15:00 - Kaffihlé.
Kl. 15:30 - Dagný Kristjánsdóttir prófessor: Hvíti dauðinn og Elínborg Lárusdóttir.
Kl. 16:00 - Bergljót S. Kristjánsdóttir: Utan vil eg: Um ferðir þriggja kvenna í Sturlungu.
/Fréttatilkynning.