Kynning á drögum að skólastefnu Blönduósbæjar

Unnin hafa verið drög að skólastefnu Blönduósbæjar og samþykkti bæjarstjórn Blönduósbæjar að kynna hana fyrir íbúum og kalla eftir athugasemdum.

Skólastefna skal höfð að leiðarljósi við gerð skólanámsskrár og vera stjórnendum bæjarfélagsins leiðarvísir um uppbyggingu skóla. Skólastefnan er jafnframt nauðsynleg heimilunum til að fylgjast með markmiðum og framkvæmd skólastarfs.

Drögin voru unnin af fræðslustjóra, skólastjóra og aðstoðarskólastjóra Blönduskóla, leikskólastjóra og aðstoðarleikskólastjóra Barnabæjar ásamt formanni Fræðslunefndar Blönduósbæjar. Drögin að skólastefnunni eru á heimasíðu Blönduósbæjar www.blonduos.is og verða til kynningar næstu 6 vikur. Ábendingum er hægt að koma til bæjarstjóra á netfangið arnar@blonduos.is.

Fleiri fréttir