Kynning á Pílu fyrir krakka

Kynningardagur fyrir krakka. MYND FACEBOOKSÍÐA PKS.
Kynningardagur fyrir krakka. MYND FACEBOOKSÍÐA PKS.

Pílukastfélag Skagafjarðar heldur kynningardag mánudaginn 2. Október milli klukkan 17:30 og 19:00 fyrir krakka á aldrinum 10-16 ára í aðstöðu félagsins að Borgarteigi 7.

Pílukastarar frá félaginu leiðbeina krökkunum. Þeir verða með pílur á staðnum og stefna svo á að halda námskeið í framhaldinu af kynningardeginum. Allar upplýsingar um málið er á Facebooksíðu Pílufélags Skagafjarðar. Píla hefur verið að sækja í sig veðrið og virðist sem vinsældir hennar fari vaxandi og því um að gera fyrir krakka sem hafa áhuga að skella sér og kynnast pílukasti. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir