Lamanna með fjögur mörk í sigri heimamanna

Lamanna í baráttu um boltann. Mynd: ÓAB
Lamanna í baráttu um boltann. Mynd: ÓAB

Tindastólsmenn tóku á móti Hugin, laugardaginn 7. júlí, á Sauðárkróksvelli. Stefan Antonio Lamanna skoraði fjögur mörk og Benjamín Jóhannes Gunnlaugarson skoraði eitt mark.

Leikurinn byrjaði af krafti en eftir aðeins fjórar mínútur voru heimamenn búnir að skora sitt fyrsta mark, þegar Lamanna kom boltanum í netið. Stuttu seinna, eða á 18. mínútu, skoraði Lamanna sitt annað mark. Heimamenn urðu svo fyrir því óláni að skora sjálfsmark og staðan því í hálfleik 2-1. Þegar níu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik skoraði Lamanna sitt þriðja mark. Hann var greinilega  á skotskónum og skoraði sitt fjórða mark á 78. mínútu. Benjamín Jóhannes bætti svo við fimmta marki heimamanna á 82. mínútu. Staðan við leikslok 5-1. Með sigrinum komust Stólarnir úr fallsæti í fyrsta sinn í sumar en Víðir og Huginn eru fyrir neðan Tindastól í 2. deildinni.

Næsti leikur Tindastólsmanna fer fram á miðvikudaginn gegn Völsungi á Húsavíkurvelli. 

/Lee Ann

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir