Lambaframpartur
Nú þegar Bændadagar standa sem hæst í Skagfirðingabúð er ágætt að huga að því hvað hægt er að gera sniðugt með þann mat sem er á boðstólnum.
Framparturinn er úrbeinaður þannig að rifbeinin og herðablaðið er fjarlægt en leggirnir látnir halda sér. Rúllan er fituhreinsuð, sinar og kyrtlar skornir í burtu.
Kjötinu rúllað upp og skotið í net eða bundið saman og rúllan krydduð að utan.
Kjúkan fremst á beininu er sagað af.
Ef fólk kærir sig ekki um beinin í rúllunni þá eru þau fjalægð líka og er þá komin beinlaus rúlla.






