Lambaframpartur

Nú þegar Bændadagar standa sem hæst í Skagfirðingabúð er ágætt að huga að því hvað hægt er að gera sniðugt með þann mat sem er á boðstólnum.

 Þegar keyptur er lambaskrokkur eða lambaframpartur í heilu þarf að ákveða í hvað framparturinn á að fara. Algengast er að hann fari allur í súpukjöt en hægt er að útbúa hann þannig að  úr verður stórgóð sunnudagssteik. 
 
 
 

 

Rifbeinin fjarlægðFramparturinn er úrbeinaður þannig að rifbeinin og herðablaðið er fjarlægt en leggirnir látnir halda sér. Rúllan er fituhreinsuð, sinar og kyrtlar skornir í burtu.

Herðablaðið fjarlægt.

Gott er að krydda í sárið og jafnvel setja fyllingu.

Kjötið rúllað upp og hækillinn af.

 

 

 

 

 

 

 

 

Rúllunni skotið í net

Kjötinu rúllað upp og skotið í net eða bundið saman og rúllan krydduð að utan.

 

 

 

 

 

 

 

Kjúkan af

Kjúkan fremst á beininu er sagað af.

Beinlaus rúlla.
Beinlaus rúlla.

Ef fólk kærir sig ekki um beinin í rúllunni þá eru  þau fjalægð líka og er þá komin beinlaus rúlla.

 

 

 

 

 

Fleiri fréttir