Langar þig að vera óstöðvandi? Álag, streita og kulnun? Kanntu á Google?

Stéttarfélögin Aldan, Kjölur, Samstaða, SFR og Verslunarmannafélag Skagafjarðar ætla að bjóða félagsmönnum sínum á þrjú námskeið sem haldin eru í Farskóla Norðurlands vestra, þeim að kostnaðarlausu. Námskeiðin eru öllum opin en nánari lýsingar á námskeiðunum er að finna á heimasíðu skólans.

Langar þig að vera óstöðvandi? Fyrsta námskeiðið snýst um hugmyndafræði og aðferðir sem miða að því að byggja upp færni til þess að kveikja á og kynda upp tilfinningar sem stórauka aðgengi að innri auðlindum eins og hæfileikum, upplýsingum og skapandi hugsun og bæta þar með gæði allra ákvarðanna og athafna.

Álag, streita og kulnun: Streita er einkenni dagslegs lífs og er fólk mismunandi vel í stakk búið til að mæta álagi. Fyrsta skrefið við að ná tökum á streitu er að þekkja eigin streituviðbrögð en á námskeiðinu er farið í markvissar aðferðir til að stjórna og meðhöndla streitu og álagi.

Þriðja námskeiðið er um Google leitarvélina sem býður upp á margt fleira en bara leitarvélina sjálfa. Google býður meðal annars upp á Office pakka, skýjaþjónustu og margt fleira sem vert er að skoða og verður farið yfir það á námskeiðinu og skoðað hvernig Google getur nýst til daglegra daglega.

"Frábært framtak stéttarfélaganna og mjög metnaðarfull og glæsileg námskeið með frábærum fyrilesurum og eru í boði á Hvammstanga, Blönduósi/Skagaströnd og Sauðárkróki," segir Halldór Gunnlaugsson verkefnastjóri hjá Farskólanum.

Nánar er hægt að skoða námskeið Farskólans HÉR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir