Lára Rúnars verður ekki á Gærunni
Samkvæmt framkvæmdarstjóra Gærunnar tónlistarhátíðar er Lára Rúnars búin að afboða sig á tónleikana. Lára átti að flytja lög sín á laugardagskvöldinu í Loðskinn. Adam Smári, framkvæmdastjóri hátíðarinnar í ár, segir að framkvæmdastjórn vinni nú hörðum höndum við að finna annan tónlistarmann í hennar stað.
Gæran mun fara fram 13.-15. ágúst næstkomandi.
