Látlaust veður í kortunum
Ekki er annað að sjá í veðurspám en að skaplegt veður verðir ríkjandi á Norðurlandi vestra næstu vikuna. Alla jafna verður tíðindalítið veður en framan af viku er spáð norðaustanátt en þar sem hún lætur til sín taka má reikna með nokkrum vindi. Hiti verður í kringum frostmark.
Veðurstofa Íslands gerir ekki ráð fyrir úrkomu á Norðurlandi vestra nema þá smávegis smjókomu til fjalla stöku sinnum. Og ef kíkt er á spár Bliku þá eru þær á sömu leið en þær ná lengra fram í tímann.
En á meðan stillt er inn til landsins þá er austanstrengur á annesjum og þannig er til dæmis gert ráð fyrir vindi um 13-15 m/sek á Hrauni á Skaga og nyrðst á Tröllaskaga í dag og á morgun en dregur úr vindi á þriðjudaginn.
Þjóðvegur 1 er greiðfæri á Norðurlandi vestra en hákublettir eru á Holtavörðuheiði og Öxnadalsheiði sem og á flestum öðrum vegum en þjóðvegi 1 hér á Norðurlandi vestra. Miðað við veðurspána má reikna með að færð haldist svipuð næstu daga.
