Laus pláss í verknámsdeildum
feykir.is
Skagafjörður
16.06.2014
kl. 11.47
Ennþá eru örfá laus pláss í verknámsdeildum FNV, eins og fram kemur á heimasíðu skólans. Fyrir þá sem sækja um heimavist er í boði hagkvæm og heimilisleg heimavist. Hægt er að hafa samband við skólann símleiðis og í gegnum netfang.
Laus eru pláss í eftirtöldum greinum:
-Húsasmíði
-Vélvirkjun
-Vélstjórn A og B
-Rafvirkjun