Laxabakki ehf. leigir Víðidalsá og Fitjá
Laxabakki ehf og veiðifélag Víðidalsár hafa undirritað samkomulag um leigu á Víðidalsá og Fitjá til fimm ára. Laxabakki ehf. er í eigu Jóhanns Hafnfjörðs, Davíðs Mássonar og Halldórs Hafsteinssonar. Forsvarsmaður og sölumaður veiðileyfa verður Jóhann Hafnfjörð.
Á vef Morgunblaðsins er sagt frá því að veiðifyrirkomulag verður með svipuðu móti og verið hefur. Árið 2009 var eingöngu heimiluð fluguveiði á laxasvæðinu og veiðimenn skyldaðir til þess að sleppa öllum laxi yfir 70 cm. Þær breytingar sem nú verða eru þær að eingöngu verður leyft að halda tveimur löxum undir 70 cm á hverja stöng á dag. Þegar kvóta er náð er heimilt að veiða og sleppa að vild.
Víðidalsá.Mynd: Einar Falur Ingólfsson
Ólafur Óskarsson, stjórnarmaður, Jóhann Hafnfjörð Rafnsson, Björn Magnússon, formaður veiðifélags Víðidalsár, Gunnar Þorgeirsson, stjórnarmaður og Elín R. Líndal, stjórnarmaður.