Laxveiðin 29% minni en á síðasta ári
Nú er laxveiðitímabilið á enda í húnvetnsku laxveiðiánum sem eru á lista Landsambands veiðifélaga yfir 75 aflahæstu laxveiðiár landsins. Þar má sjá að umtalsvert minni veiði var í sumar heldur en árin á undan. Heildarveiðin í ánum sjö var 5.919 laxar sem er 29% minna en í fyrra þegar veiddust þar 8.313 laxar og 42% minna en árið 2016 þegar veiðin var 10.252 laxar.
Miðfjarðará var í þriðja sæti á lista Landssambandsins með 2.719 laxa, Blanda var í 14. sætinu með 870 laxa og Laxá á Ásum í því 16. með 702. Allar eiga árnar það sammerkt að þar er veiðin talsvert lakari en í fyrra nema Svartá en þar veiddist einum laxi meira en á síðasta ári.
Aflatölur ánna síðustu þrjú ár:
2018 2017 2016 Stangafjöldi
Miðfjarðará 2.719 3.765 4.338 10
Blanda 870 1.433 2.386 10
Laxá á Ásum 702 1.108 620 4 (voru tvær 2016)
Víðidalsá 588 781 1.137 8
Vatnsdalsá 551 714 853 6
Hrútafjarðará og Síká 360 384 551 3
Svartá 129 128 367 4
Alls 5.919 8.313 10.252
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.