Leggja til að umferðarhraði í Blönduósbæ verði lækkaður

Frá Blönduósi. Mynd:FE
Frá Blönduósi. Mynd:FE

Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar fjallaði á fundi sínum þann 24. október sl. um umferðarmál á Blönduósi. Farið var yfir samþykkt um umferðarmál þéttbýlis Blönduósbæjar en þar er lagt til að umferðarhraði í þéttbýli Blönduósbæjar skuli annars vegar vera 35 km og hins vegar 50 km skv. teikningu sem unnin var á fundinum.

Á fréttavefnum húni.is kemur fram að samkvæmt upplýsingum vefsins muni áfram vera 50 km hámarkshraði á Hnjúkabyggð að Ólafsbyggð, Þingbraut að Aðalgötu, Efstubraut, Hafnarbraut og Húnabraut að gatnamótum Árbrautar og Vallarbrautar. Annars staðar í þéttbýli Blönduóss verði 35 km hámarkshraði.

Nefndin samþykkti einnig að falla frá breytingum á gatnamótum Melabrautar og Hólabrautar, m.a. til  að sporna við hækkun á umferðarhraða inn á Hólabraut.

Var skiptulagsfulltrúa falið að ganga frá málinu og uppfæra gögn í samræmi við tillögur nefndarinnar.  Einnig var tæknideild falið að gera kostnaðarmat vegna breytinganna fyrir gerð fjárhagsáætlunar 2019.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir