Leið ehf, vill funda með fulltrúum Blönduósbæjar
Leið ehf hefur óskað eftir fundi með yfirvöldum Blönduósbæjar til að skiptast á sjónarmiðum og ræða þá kosti sem fyrir hendi eru til styttingar akstursleiðum milli Norðausturlands og vesturhluta landsins.
Leið ehf, hefur sótt það stíft að vinna að leiðum til þess að stytta leiðina milli Akureyrar og Reykjavíkur en gangi allar hugmyndir þeirra eftir munu bæði Varmahlíð og Blönduós hverfa úr alfaraleið.
Vegna sumarleyfa bæjarstjórnar Blönduóss verður ekki hægt að verða við fundarboðinu fyrr en að sumarleyfi loknu eftir 15. ágúst.

