Leiðsögn um Vatnsdal á geisladisk
Út er komin geisladiskur með leiðsögn um Vatnsdalinn. Diskurinn er gefinn út af félaginu Landnám Ingimundar gamla og er um 70 mínútna langur. Á diskinum er blandað saman tónlist og upplestri. Diskurinn er hugsaður sem leiðsögn fyrir ferðamenn sem leggja leið sína um Vatnsdalinn. Sagt er frá fjölmörgu áhugaverðu á leiðinni og hefst leiðsögnin á frásögn af landnámi Ingimundar gamla og Þingeyrakirkju en heldur síðan inn Vatnsdalshólana og hringinn í dalnum og er fjallað um það helsta sem fyrir augu ber á leiðinni. Hljóðleiðsögnin er gefinn út bæði á íslensku og ensku á sitthvorum diskinum.
Hljóðleiðsögnin skiptist upp í nokkra kafla og á milli þeirra og í upphafi og enda disksins er tónlist sem Bára Grímsdóttir sá um að velja, semja og útsetja fyrir diskinn.
Hægt er að panta diskinn með því að senda tölvupóst á info@vatnsdalur.is eða hafa samband í síma 891-7464. Diskurinn kostar kr. 2.500. Nánari upplýsingar um diskinn er að finna á vefnum www.vatnsdalur.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.