Leikið efni í lokaðri dagskrá
Herra Hundfúll hefur aldrei skemmt sér betur yfir nokkrum kappræðum en Forsetaleiknum á Stöð2. Svona óborganlegt gamanefni á að sjálfsögðu aðeins að sýna í lokaðri dagskrá.
Fleiri fréttir
-
Snjóþekja og hálka á vegum í austanverðum Skagafirði
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla 21.10.2025 kl. 09.19 oli@feykir.isÞað er komin vetrartíð. Það reyndar er yfir litlu að kvarta hvað varðar færðin hér á Norðurlandi vestra nema þá helst austan megin í Skagafirði. Við Tröllaskagann hefur verið nokkur úrkoma og éljagangur. Samkvæmt umferðarsíðu Vegagerðarinnar er verið að skafa vegi allt frá Hegranesi og norður í Fljót. Á öðrum vegum austan Hegraness eru ýmist hálkublettir eða hálka og því vissara að fara að öllu með gát.Meira -
Er allt að sjóða upp úr? | Leiðari 39. tölublaðs Feykis
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Aðsendar greinar, Vestur-Húnavatnssýsla 21.10.2025 kl. 08.42 oli@feykir.isSumarið hefur verið óvanalega langt í ár. Það byrjaði með einstakri hitabylgju í maí og enn höfum við ekki fengið alvöru hausthret. Sennilega eru flestir ánægðir með þetta nema mögulega þeir sem vinna við dekkjaskipti – ekki mikið að gera þar væntanlega. En það styttist í veturinn og þá fer allt á suðupunkt í dekkjabransanum.Meira -
Hyggjast bjóða upp á notalega og einstaka upplifun
Í síðustu viku sagði Feykir frá því að fyrirtækið Aurora Igloo stæði í stórræðum í Húnaþingi vestra. „Við höfum hug á að reisa 15 kúluhús í brekkunni fyrir neðan félagsheimilið með glæsilegu útsýni yfir Víðidalinn. Húsin eru gegnsæ til að hámarka upplifun gesta,“ segja þeir félagar Andri Steinn Guðmundsson og Árni Freyr Magnússon hjá Aurora Igloo þegar Feykir spurði út í framkvæmdina og þjónustuna. Þeir taka þó fram að gestir geta dregið fyrir allan hringinn með gluggatjöldum þegar óskað er eftir næði.Meira -
Kristín Halla ráðin skólastjóri Tónlistarskóla Skagafjarðar
Kristín Halla Bergsdóttir hefur verið ráðin í starf skólastjóra Tónlistarskóla Skagafjarðar.Meira -
Skagstrendingar mótmæla öllum hugmyndum um lögþvingaðar sameiningar sveitarfélaga
Húnahornið segir frá því að sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagastrandar mótmæli öllum hugmyndum um lögþvingaðar sameiningar sveitarfélaga á Íslandi og hvetur ráðamenn til þess að virða hagsmuni íbúa og sjálfsákvörðunarrétt í eigin málefnum. Erfitt er að sjá fyrir sér að hægt sé að svipta hluta íbúa landsins kosningarétti á grundvelli íbúafjölda.Meira