Leikmenn skrifa undir nýja samninga við Hvöt

Á heimasíðu Hvatar er sagt frá því að í síðustu viku skrifuðu sjö leikmenn undir nýja samninga við knattspyrnudeild Hvatar. Um er að ræða bæði unga og eldri leikmenn meistaraflokksins. Þetta voru þeir Óskar Snær Vignisson, Sveinbjörn Guðlaugsson, Hilmar Þór Kárason, Benjamín Gunnlaugarson, Vignir Már Vignisson, Kristinn Snjólfsson og Guðbjartur Sindri Vilhjálmsson.

Á heimasíðunni segir að vænta megi mikils af þeim á næsta ári í sameiginlegu liði Tindastóls/Hvatar í 2. deild karla á Íslandsmótinu.

Fleiri fréttir