Ökumaður undir áhrifum fíkniefna með barn á leikskólaaldri í bílnum
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
11.06.2019
kl. 10.50
Talsverður erill hefur verið hjá Lögreglunni á Norðurlandi vestra undanfarna viku, en á Facebook síðu hennar kemur fram að í vikunni hefði verið farið í eina húsleit þar sem lögregla lagði hald á kannabisefni og stera. Tveir aðilar handteknir vegna málsins.
Fimm ökumenn voru handteknir í vikunni vegna gruns um að aka undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Í einu af þeim málum var barn á leikskólaaldri farþegi í bifreið þar sem ökumaður reyndist undir áhrifum fíkniefna og var því Barnavernd kölluð til.
Um Hvítasunnuhelgina sjálfa var mikil umferð í umdæminu og voru alls 86 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur, sá sem hraðast ók var á 146 km hraða á klukkustund.
/EÍG
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.