Leikskólinn Ársalir auglýsir eftir starfsfólki
Leikskólinn Ársalir á Sauðárkróki óskar eftir að ráða deildarstjóra og tvo leikskólakennara í tímabundnar stöður frá 11. ágúst 2014. Um er að ráða 100% starfshlutafall og er umsóknarfrestur til miðnættis 22. júní 2014.
Gerðar eru eftirfarandi hæfniskröfur:
Leyfi til að nota starfsheitið leikskólakennari, faglegur metnaður, hæfni í mannlegum samskiptum og reynsla og áhugi á að starfa með börnum. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi KÍ og launanefndar sveitarfélaga.
Starfsmenn í afleysingum:
Um er að ræða tvær tímabundnar stöður starfsmanna í afleysingum, 100% starfshlutfall frá 11. ágúst 2014 til 7. ágúst 2015, í eitt leikskólaár eða fram að væntanlegri sumarlokun 2015.
Hæfniskröfur:
Reynsla og áhugi á að starfa með börnum og hæfni í mannlegum samskiptum. Launakjör eru samkvæmt Kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kjalar eða Öldunnar stéttarfélags.
Sótt er um störfin á heimasíðu Sveitarfélagsins, www.skagafjordur.is (störf í boði) eða í íbúagátt sveitarfélagsins. Nánari upplýsingar veitir Anna Jóna Guðmundsdóttir, leikskólastjóri í síma 455 6090 eða með því að senda fyrirspurn á arsalir@skagafjordur.is