Leikskólinn Birkilundur fær góða gjöf
feykir.is
Skagafjörður
17.04.2018
kl. 14.13
Leikskólinn Birkilundur í Varmahlíð fékk góða heimsókn í síðustu viku þegar konur úr Kvenfélagi Seyluhrepps komu þangað færandi hendi. Á aðalfundi félagsins var ákveðið að úthluta 100.000 króna styrk til bókakaupa fyrir leikskólann úr minningarsjóði Sigurlaugar Sigurðardóttur frá Fjalli. Í foreldrakaffi þann 10. apríl afhentu fulltrúar kvenfélagsins börnum og starfsfólki á hverri deild bækur sem keyptar voru fyrir styrkinn.
„Þetta er kærkomið framlag til að stuðla að því að börnin geti fengið að njóta fjölbreyttra bókmennta frá upphafi skólagöngu sinnar og byggt upp góðan grunn fyrir framtíðina," segir Steinunn Arnljótsdóttir, skólastjóri Birkilundar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.