Leikskólum færð vegleg gjöf

Selma Barðdal Reynisdóttir, fræðslustjóri, og Inga Huld Þórðardóttir, talmeinafræðingur, með gjöfina. Mynd:skagafjordur.is
Selma Barðdal Reynisdóttir, fræðslustjóri, og Inga Huld Þórðardóttir, talmeinafræðingur, með gjöfina. Mynd:skagafjordur.is

Nýlega færði Bryndís Guðmundsdóttir, talmeinafræðingur, Sveitarfélaginu Skagafirði veglega gjöf til allra leikskóla í firðinum. Bryndís hefur starfað á Íslandi sem talmeinafræðingur í rúm 30 ár og hefur gefið út námsefni undir heitinu Lærum og leikum með hljóðin sem ætlað er öllum barnafjölskyldum og skólum. Efnið byggir á fagþekkingu talmeinafræðinnar, rannsóknum og reynslu Bryndísar af því að vinna með börnum, foreldrum og fagfólki skóla og hefur það hlotið ýmsar viðurkenningar. 

Á vef Sveitarfélagsins Skagafjarðar segir að Bryndís hafi ákveðið að gefa efnið til allra leikskóla á Íslandi í tilefni af þessum tímamótum í starfi. Með stuðningi nokkurra fyrirtækja auk eigin framlags fá allir leikskólar á landinu heildstætt efni úr Lærum og leikum með hljóðin (L&L) að gjöf til að nýta í starfi sínu með leikskólabörnum. Með skólapökkunum fylgir aukaefni eins og púsl, límmiðar og vinnusvuntur, sem styðja við hljóðanámið með fallegum stafamyndum. Námsefninu fylgja smáforrit sem er ætlað öllum barnafjölskyldum og fagfólki sem vilja veita börnum forskot á hljóðmyndun og undirbúa þau fyrir lestur. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir