Lengri opnunartími í sundlauginni Varmahlíð

Nýja rennibrautin við sundlaugina í Varmahlíð. Mynd PF
Nýja rennibrautin við sundlaugina í Varmahlíð. Mynd PF

Opnunartími sundlaugarinnar í Varmahlíð lengist frá og með deginum í dag, föstudeginum 26. október, og verður svo meðan framkvæmdir standa yfir við Sundlaug Sauðárkróks sem lokuð er um óákveðinn tíma vegna framkvæmda. 

Sundlaugin í Varmahlíð verður opin sem hér segir:

Frá mánudegi til fimmtudags klukkan 8:00-21:00.
Föstudaga klukkan 8:00-17:00.
Laugardaga og sunnudaga klukkan 10:00-15:00.

Nú er bara um að gera að skella sér í sund í Varmahlíð og taka nokkrar ferðir í nýju rennibrautinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir