Léttskýjað og frost í dag
Góð færð er á Norðurlandi vestra og lítil hálka á láglendi. Austan 3-10 m/s og léttskýjað er í landshlutanum, en stöku él við sjóinn. Frost 0 til 10 stig, mest í innsveitum.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag:
Gengur í norðaustan 13-20 m/s með slyddu eða snjókomu, en rigningu SA-lands. Úrkomulítið á V-landi. Hiti 1 til 8 stig, svalast á N-landi.
Á fimmtudag:
Austanhvassviðri eða -stormur. Víða talsverð rigning á austanverðu landinu en úrkomuminna vestantil. Hiti 3 til 10 stig, hlýjast SV-lands.
Á föstudag, laugardag og sunnudag:
Áframhaldandi austanáttir. Rigning S- og A-lands, einkum SA-til. Hiti 3 til 10 stig, hlýjast S- og V-til.
Á mánudag:
Hæg austan átt og skýjað með köflum. Kólnandi veður.