Lewis á Krókinn

Barna- og unglingaráð KKD Tindastóls hefur samið við bandaríkjamanninn Kalvin V. Lewis um að sjá um þjálfun ásamt því að hjálpa til við uppbyggingu á starfi yngri flokka deildarinnar.

Fram kemur í tilkynningu á Facebook-síðu unglingaráðs körfuknattleiksdeildar Tindastóls að Kalvin er 32 ára og kemur frá frá Houston íTexas-fylki. Hann kemur úr mikilli körfuboltafjölskyldu og er með FIBA þjálfaragráðu. Hann hefur sex ára reynslu af þjálfun en hefur síðastliðin fimm ár unnið sem yfirþjálfari í NFHS í Texas.

„Kalvin er væntanlegur í fjörðinn fagra á næstu vikum og bjóðum við hann velkominn til starfa,“ segir í tilkynningunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir