Leyfi veitt til leitar að góðmálmum í Húnabyggð

Kortið sýnir leitarsvæðið. MYND AF VEF ORKUSTOFNUNAR
Kortið sýnir leitarsvæðið. MYND AF VEF ORKUSTOFNUNAR

Húnahornið segir af því að Orkustofnun hefur veitt Víðarr ehf. leyfi til leitar og rannsókna á málmum á afmörkuðu svæði milli Vatnsdals og Svínadals í Húnabyggð. Fram kemur að í leyfinu felist hvorki heimild né vilyrði til nýtingar málma á leyfissvæðinu, en hafi leyfishafi áform um slíkt beri honum að sækja um nýtingarleyfi samkvæmt lögum sem þar um gilda.

Í tilkynningu á vef Orkustofnunar kemur fram að leyfið gildi til 31. desember 2028 og er félaginu veitt heimild til leitar og rannsókna á málmum, með sérstaka áherslu á gull, kopar, sink, blý, silfur og aðra góðmálma sem finnast kunna á svæðinu. Rannsóknarleyfið er bundið ýmsum skilyrðum.

„Eigendur Víðarr eru erlendir og stærsti hluthafinn er Disko Bay Capital Pte Ltd, sem er félag sem samanstendur af reynslumiklum fjármálafyrirtækjum sem sérhæfa sig í rekstri lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Meirihluti fjárfestinga fyrirtækisins er bundinn í jarðefnaleit í Ástralíu og öðrum erlendum ríkjum. Disko Bay Capital mun fjármagna starfsemina á Íslandi, að því er fram kemur í umsókn Víðarr til Orkustofnunar.“

Tilkynning á vef Orkustofnunar >

Heimild: Húni.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir