Líf mitt með Barbie

 
 Guðrún Helgadóttir, prófessor við ferðamáladeild Hólaskóla, verður fimmtug þann 9. mars næstkomandi. Guðrún mun í tilefni dagsins halda fyrirlestur á vegum Ósýnilega félagsins undir heitinu líf mitt með Barbie en Barbie heldur líka upp á 50 ára afmæli sitt þennan dag.

Fyrirlesturinn fer fram í stofu ferðamáladeildar í aðalbyggingu Háskólans á Hólum og hefst klukkan 12:30.

Feykir.is óskar þeim vinkonum, Guðrúnu og Barbie til hamingju með daginn.

Fleiri fréttir