Líf og fjör í Laufskálarétt - Myndir
feykir.is
Skagafjörður
06.10.2014
kl. 10.23
Laufskálarétt í Hjaltadal í Skagafirði, sem gjarnan er nefnd drottning stóðréttanna, fór fram á laugardaginn fyrir rúmri viku síðan. Um fjögur hundruð fullorðnum hrossum, ásamt fjölda folalda, var smalað til réttarinnar.
Gestir réttarinnar telja jafnan margfaldan hrossafjöldann og var engin undantekning þar á þetta árið. Betur rættist úr veðrinu en á horfðist og gripu menn tækifærið til að taka þátt í stemningunni, sýna sig og sjá aðra.
Blaðamaður Feykis smellti af meðfylgjandi myndum.