Líflambadagur austan Vatna

Líflambadagur hreppanna fornu, Fells- og Hofs-, Hóla- og Viðvíkurhreppa verður haldinn á Melstað, Óslandshlíð laugardaginn 11. október og opnar fjárhúsið kl 13:00.

Dagskráin er þessa leið:

  • Lambhrútasýning, alvanir þuklarar munu þreifa sig áfram og raða hrútum í sæti.
  • Úrval hrúta og gimbra til sölu.
  • Forystufé til sýnis og sölu.
  • Hrútauppboð þar sem Gísli Einarsson mun sjá til þess að hrútar verði slegnir á réttu verði.

Fréttatilkynning

Fleiri fréttir