Lífleg sala fasteigna á Sauðárkróki
Sala á fasteignum á Sauðárkróki var nokkuð lífleg í júlí og ágúst s.l. miðað við síðustu mánuði. Á tímabilinu júlí – ágúst s.l. voru seld 6 einbýlishús, 1 raðhús og 3 minni íbúðir. Verð á fasteignum á svæðinu styrkist heldur.
Ágúst Guðmundssonar hjá Fasteignasölu Sauðárkróks segir þetta góð tíðindi og telur mikilvægi Íbúðalánasjóðs aldrei meira en nú þegar bankar halda að sér höndum við lánveitingar.
Ágúst segir dapurlegt að hugsa til þeirra þingmanna sem börðust ötullega fyrir því að leggja niður Íbúðalánasjóð áður og þegar bankarnir ruku af stað með íbúðalán sín í fullkomnu ábyrgðarleysi.
-Ef það hefði tekist væri venjulegt fólk í vondum málum sem nú langar til að eignast sína fyrstu íbúð. Íbúðalánasjóður tryggir jafnrétti fólks til lántöku og þar með möguleika á að eignast íbúð svo fremi sem lántakendur standist greiðslumat, segir Ágúst.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.