Lína íþróttakennari í Varmahlíðarskóla í Taktíkinni á N4

Sigurlína Hrönn Einarsdóttir. Mynd: N4.
Sigurlína Hrönn Einarsdóttir. Mynd: N4.

Sigurlína Hrönn Einarsdóttir eða Lína eins og hún er yfirleitt kölluð, verður gestur Rakelar Hinriksdóttur í Taktíkinni á N4 mánudagskvöldið 14. júní næstkomandi. Lína hefur starfað sem íþróttakennari við Varmahlíðarskóla til fjölda ára með góðum árangri en meðal annars hefur Varmahlíðarskóli komist sjö sinnum í úrslit Skólahreysti á undanförnum níu árum undir handleiðslu hennar.

Í fyrri hluta þáttarins verður rætt um Skólahreysti og þáttökuna í keppninni, en í síðari hlutanum verður rætt um áherslur Línu í íþróttakennslu og hefð fyrir íþróttaiðkun á svæðinu. Ekki missa af þessum þætti af Taktíkinni, á mánudaginn kl. 20.30 á N4,“  segir á vef N4.

/SMH

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir