Lionsklúbbarnir bjóða til fræðslufundar
Undanfarin ár hafa Lionsklúbbarnir á Sauðárkróki, Lionsklúbburinn Björk og Lionsklúbbur Sauðárkróks, boðið fólki upp á blóðsykurmælingar á þessum tíma árs en baráttan við sykursýki er eitt af baráttumálum Lionshreyfingarinnar og hefur hún beitt sér á þeim vettvangi á ýmsan hátt.
Að þessu sinni ætla Lionsklúbbarnir á Sauðárkróki að bjóða íbúum Skagafjarðar og öllum þeim sem koma vilja upp á almenna fræðslu um sykursýki. Fundurinn verður haldinn annað kvöld, mánudaginn 5. nóvember, klukkan 20:00 í matsal Árskóla á Sauðárkróki. Aðgangur er ókeypis.
Það eru þær Sunna Björk Björnsdóttir, sérnámslæknir í heimilislækningum, og Margrét Aðalsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur, sem annast fræðsluna og eins og áður segir eru allir velkomnir.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.