Listi Vísbendingar yfir draumasveitarfélögin
Á vef Húnaþings vestra, www.hunathing.is, segir frá því að Húnaþing vestra er í 5.-8. sæti yfir draumasveitarfélög 2014 með einkunnina 6,9. Það var tímaritið Vísbending, vikurit um viðskipti og efnahagsmál, sem skoðaði hag 36 stærstu sveitarfélaga landsins.
Um er að ræða 20 af 35 sveitarfélögum landsins og miðast útreikningur við afkomutölur úr ársreikningum sveitarfélaganna 2011-2013. Seltjarnarnes var útnefnt sem draumasveitarfélagið með einkunnina 9,3 en það er það sveitarfélag sem er best statt fjárhagslega skv. einkunnagjöf á nokkrum þáttum.
Útreikningarnir miðuðust við rekstrartölur úr ársreikningum sveitarfélaganna 2013. Þeir þættir sem lagðir voru til grundvallar við einkunnagjöfina varða skattheimtu, breytingar á fjölda íbúa, afkomu sem hlutfall af tekju, hlutfall nettóskulda af tekjum og veltufjárhlutfall.