Lítið varð úr óveðri
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
23.10.2008
kl. 09.29
Lítið varð úr því vonda veðri sem spáð hafði verið hér á Norðurlandi vestra en þó hefur hlýnað verulega og er því víða hált á vegum.
Flughálka er á Siglufjarðarvegi og snjóþekja og éljagangur á Öxnadalsheiði. Á Þverárfjalli er hálka og skafrenningur.
Af veðrinu er það að frétta að gert er ráð fyrir að hann snúist í suðvestan 10-18 austantil um hádegi. Snjókoma eða slydda, einkum vestantil. Lægir seint í kvöld og él. Norðan og norðvestan 18-23 á annesjum á morgun, en mun hægari inn til landsins. Hiti um frostmark, en vægt frost á morgun.
En spurning Feykis.is þennan morgunninn hlýtur að vera, hvernig flýgur hálka?