Litlu-jól haldin í dag

Í dag verða „litlu jólin“ haldin hátíðleg í skólum og leikskólum landsins  og koma margir nemendur með kerti og lítinn pakka í pakkaskiptin. Í Blönduskóla er mæting kl 14:00.

Krakkarnir í Blönduskóla ganga til kirkju upp úr kl 14:00 þar sem verður hugvekja og kór mun syngja. Einnig sýna nemendur í 6. bekk helgileik. Um klukkan 14:40  verður haldinn jóladansleikur í íþróttasal og frá klukkan 15:30 til 16:30  verða litlu jól í stofum.

Nemendur hafa með sér smákökur, kex og drykk og einnig koma þau með sprittkerti og ílát undir það og litla jólagjöf.

Þá eru foreldrar hvattir til þess að taka þátt í þeirri dagskrá sem fram fer í kirkjunni og íþróttasalnum.

Fleiri fréttir