Ljósadagur í Skagafirði

Í janúar á síðasta ári kom upp sú hugmynd að þann 12. janúar ár hvert yrði haldinn svokallaður Ljósadagur í Skagafirði. Hugmyndin kom upp í kjölfar táknræns gjörnings dagana eftir hörmulegt umferðarslys þeirra Önnu Jónu Sigurbjörnsdóttur og Skarphéðins Andra Kristjánssonar. Þá voru friðarljós tendruð sem lýstu upp bæinn og hjörtu þeirra sem leið áttu hjá.

Binný í Blóma- og gjafabúðinni á Sauðárkróki sagði þá í samtali við Feyki að ánægjulegt væri að halda í þá fallegu hefð og gera 12. janúar að ljósadegi í Skagafirði.

Næstkomandi mánudag rennur upp umræddur dagur og eru þá allir Skagfirðingar hvattir til að tendra friðarljós, jafnvel nýta afgangskerti eftir jólin og setja í lugtir - lýsa upp skammdegið og minnast látinna ástvina.

Fleiri fréttir