Ljósleiðari inn á heimili í Akrahrepp

Gagnaveita Skagafjarðar og Hreppsnefnd Akrahrepps hafa komist að samkomulagi um að gera kostnaðaráætlun við ídrátt og tengingar ljósleiðara í hreppnum.

Samhliða nýframkvæmdum hjá Skagafjarðarveitum fyrir 2-3 árum síðan, er lögð var hitaveita í hreppinn, voru ljósleiðararör lögð með hitaveiturörunum inn á nær hvern bæ í hreppnum. Um er að ræða um 50 bæi.

Á fundi á dögunum samþykktu Hreppsnefnd Akrahrepps og stjórn Gagnaveitu Skagafjarðar að óska eftir kostnaðaráætlun við framkvæmdirnar hjá Stoð verkfræðistofu á Sauðárkróki.

Stefnt er að því að bjóða verkið út í vetur gangi áætlanir eftir og að framkvæmdir hefjist strax næsta vor. Búast má við að hreppurinn verði orðinn tengdur haustið 2009.

Fleiri fréttir