Loftdreifingarútreikningar við Sauðárkrók
feykir.is
Skagafjörður
07.11.2008
kl. 09.33
UB Koltrefjar ehf. hafa sent Atvinnu og ferðamálanefnd Skagafjarðar erindi þar sem óskað er eftir því að sveitarfélagið standi straum af kostnaði við loftdreifispá á Sauðárkróki.
Tók nefndin jákvætt í erindið og hefur falið sviðsstjóra að ræða við UB Koltrefjar um málið.