Lögreglan á Blönduósi finnur fíkniefni

Lögreglan á Blönduósi stöðvaði bifreið í gærkvöldi sem var á norðurleið við reglubundið eftirlit. Við leit í bifreiðinni merkti fíkniefnahundur lögreglunnar á Blönduósi á tösku sem í bifreiðinni var.

Var taskan í eigu manns sem ekki var í bifreiðinni en ökumaður og farþegar höfðu tekið að sér að taka norður.  Maðurinn sem töskuna átti beið á Blönduósi eftir því að fá far áfram með mönnunum og var honum gert að sýna í töskuna sem reyndist innihalda bæði marihuana og amfetamín nokkur grömm.   Viðurkenndi maðurinn eign sína á efnunum og kvað þau ætluð til eigin neyslu. Eftir að skýrslutökum var lokið var maðurinn frjáls ferða sinna.  Enn einu sinni sanna fíkniefnahundar notagildi sitt

Fleiri fréttir