Lokabindi Byggðasögu Skagafjarðar í uppsetningu

Óli Arnar Brynjarsson blaðar í handriti 10. Byggðasögu Skagafjaraðar sem nú er verið að setja upp í Nýprenti á Sauðárkróki. Mynd: PF.
Óli Arnar Brynjarsson blaðar í handriti 10. Byggðasögu Skagafjaraðar sem nú er verið að setja upp í Nýprenti á Sauðárkróki. Mynd: PF.

Hafin er vinna í prentsmiðjunni Nýprent á Sauðárkróki við að setja upp lokabindi Byggðasögu Skagafjarðar en þar er á ferð 10. bindið í ritröðinni. Meðal efnis þess eru verslunarstaðirnir Hofsós, Grafarós og Haganesvík en einnig fá eyjarnar Málmey og Drangey umfjöllun en Drangeyjartexti er ritaður af Kristjáni Eiríkssyni frá Fagranesi.

Í bókinni verða skrár yfir öll byggð ból í Skagafirði og vísað á blaðsíðutöl viðkomandi jarða í hverju bindi. Nafnaskrá allra ábúenda og maka þeirra og búskapartími á hverri jörð tilgreindur.

Bókin kemur út á næsta ári og lýkur þar með vinnu sem staðið hefur frá árinu 1995, en fyrsta bindið um Skefilstaða- og Skarðshreppa kom út árið 1999. Bækur 1-9 eru nú á sérstöku jólatilboði hjá útgáfunni, þannig fæst hver bók á kr. 7500 en öll bindi 1-9 á aðeins 50.000 kr.

Pantanir í s. 453 6261 eða á saga@skagafjordur.is og er boðið upp á fría heimsendingu ef keyptar eru tvær bækur eða fleiri. Áhugasamir eru hvettir til að bregðast skjótt við því bækurnar eru til í takmörkuðu upplagi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir