Lokað fyrir heita vatnið í Raftahlíðinni
feykir.is
Skagafjörður
24.04.2017
kl. 10.57
Starfsmenn Skagafjarðarveitna vinna nú við lagnir í Raftahlíðinni á Sauðárkróki í dag. Því má búast við að loka þurfi fyrir heita vatnið meðan á því stendur. Um er að ræða miðgöturnar tvær, og ekki er vitað hversu langan tíma þetta mun taka.
Beðist er velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda.