Lokað hjá Höllu frá 6. júlí til 9. ágúst
Þau leiðu mistök urðu að ein auglýsing komst ekki til skila í síðasta Sjónhorni sem kom út í dag. Hárgreiðsustofa Höllu auglýsir að stofan verður lokuð frá 6. júlí til 9. ágúst. Beðist er velvirðingar á mistökunum.
Fleiri fréttir
-
Vegið ómaklega að lögreglunni | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Aðsendar greinar, Vestur-Húnavatnssýsla 05.05.2025 kl. 09.16 gunnhildur@feykir.isFullyrðingar Kristins Hrafnssonar hjá Wikileaks um að auðmenn ráði öllu sem þeir vilji á Íslandi og að lögreglan hér á landi þjóni þeim standast enga skoðun. Nægir í því sambandi að benda á þann fjölda auðmanna sem rannsakaðir hafa verið af lögreglunni, sóttir til saka og sakfelldir frá bankahruninu haustið 2008. Enn eru slík mál í gangi í dómskerfinu meira en 16 árum síðar og verið árum saman. Vægast sagt ómaklega er vegið að lögreglunni í þessum efnum.Meira -
Vísnakeppni Sæluviku 2025
Við setningu Sæluviku Skagfirðinga er venja að birta úrslit í árlegri vísnasamkeppni, vonandi verður hún á Sæluvikudagskránni næstu hálfa öldina amk. Markmiðið er að fá fólk til að rifja upp kynni við skáldagyðjuna, botna fyrirfram gefna fyrriparta og yrkja vísu eða vísur um ákveðið efni. Í ár er það eftirtektarverður og ógnvekjandi stjórnunarstíll forseta nokkurs vestanhafs sem er yrkisefnið. Aukning þátttöku í prósentum talið er að nálgast efri tollamörk Trömps. Bárust okkur svör frá 21 hagyrðingi undir alls 26 dulnefnum. Sumir botnuðu alla fyrriparta ásamt því að senda inn eina eða fleiri vísur, einhverjir sendu aðeins eina stöku og allt þar á milli. Hver hafði sína hentisemi með það. Úr nógu var því að moða og erfitt verk beið dómnefndar.Meira -
Þriðja eins marks tap Stólastúlkna í röð
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla, Lokað efni 04.05.2025 kl. 12.52 oli@feykir.isEftir sigur í fyrstu umferð Bestu deildar kvenna hefur lið Tindastóls nú tapað þremur leikjum í röð en allir hafa leikirnir tapast með eins marks mun og liðið verið vel inni í þeim öllum. Í gær heimsóttu Stólastúlkur gott lið Þróttar sem hafði lúskrað á okkar liði í Lengjubikarnum 9-0. Eftir hálfrar mínútu leik í gær var staðan orðin 1-0 og margir óttuðust skell. Fleiri urðu mörkin hins vegar ekki og 1-0 sigur Þróttar niðurstaðan.Meira -
Erfið byrjun Húnvetninga í 2. deildinni
feykir.is Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla, Lokað efni 04.05.2025 kl. 12.34 oli@feykir.isVið skulum vona að fall sé fararheill hjá knattspyrnuliði Húnvetninga því ekki sóttu þeir gull í greipar Austfirðinga í gær. Þá öttu þeir kappi við lið KFA í Fjarðabyggðahöllinni í fyrstu umferð 2. deildar karla í knattspyrnu. Þegar upp var staðið höfðu gestgjafarnir hreinlega alls ekkert verið gestrisnir, gerðu átta mörk á meðan gestirnir gerðu eitt.Meira -
Tindastólspiltar með sigur í fyrsta leik
Keppni í 3. deild karla í knattspyrnu fór af stað nú um helgina og í gær tóku Stólarnir á móti ágætu liði Ýmis úr Kópavogi. Leikið var við nánast fáránlega góðar aðstæður á Króknum, sól í heiði, logn og 12 stiga hiti og teppið fagurgrænt. Leikurinn var ágætur og úrslitin enn betri, sigur í fyrsta heimaleik, lokatölur 2-1 fyrir Tindastól.Meira
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.