Lokakvöld Skagfirsku mótaraðarinnar
feykir.is
Skagafjörður, Hestar
12.04.2010
kl. 08.09
Nú er komið að lokakvöldi í Skagfirsku mótaröðinni sem verður haldið miðvikudagskvöldið 14. apríl í reiðhöllinni Svaðastaðir. Keppni byrjar kl: 18:00 og er það fyrr en vant er, þar sem keppt verður í þremur greinum.
Keppt verður í tölti í þremur flokkum ( 1. flokki, 2. flokki og unglingaflokki), fimmgangi í einum flokki og skeiði. Keppni hefst á tölti síðan fimmgangi og eftir hlé verður keppt í skeiði og úrslit riðin í sömu röð og forkeppni.
Skráning er í síma 8482013 og 8425240 fyrir mánudagskvöldið 12 apríl (í kvöld). Skráningargjald er 2000.- krónur ( hver skráning ) og greiðist á staðnum. Aðgangseyrir er 1000.- krónur og er frítt fyrir 12 ára og yngri.