Lokaleikur Hvatar á morgun

Nú er komið að lokum keppnistímabilsins í knattspyrnunni hjá meistaraflokki karla hjá Hvöt en síðasti leikur sumarsins á morgun 18. september kl. 14:00 á Blönduósvelli en þá taka heimamenn á móti Húsavíkurdrengjunum í Völsungi.

Þessi lið hafa átt mjög misjöfnu gengi að fagna síðastliðinn mánuð en Völsungar hafa staðið sig mjög vel í seinni umferðinni og eru í þriðja sæti með 40 stig og munu enda þar sem að verður að teljast góður árangur. Hvatarmenn hafa hins vegar dalað eftir því sem á leið tímabilið og eru í 5. sæti deildarinnar með 32 stig, einu stigi minna en Höttur og eiga því möguleika á því að enda tímabilið í 4. sætinu.

Í spá fyrirliða og þjálfara, sem gerð var á netmiðlinum Fótbolti.net, kom fram að Hvatarmönnum var spáð 3ja sætinu en Völsungi því fimmta. Skondið að þetta virðist vera að snúast við.

Knattspyrnudeildin hvetur alla þá sem ekki ætla í smalamennsku um helgina að fjölmenna á leikinn og styðja við bakið á okkar mönnum. Knattspyrnumennirnir og aðstandendur meistaraflokksins munu síðan halda sína uppskeruhátíð um kvöldið en þar verða m.a. veitt verðlaun fyrir besta leikmanninn, efnilegasta leikmanninn, mestu framfarir og fl.

/Húni.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir