Lokun sundlaugar stendur
Blanda ehf. hefur sent bæjarráði Blönduósbæjar erindi þar sem skorað er á bæjaryfirvöld að endurskoða ákvörðun sína þess efnis að loka Sundlaug Blönduósbæjar frá með með 1. maí nk.
Bæjarráð hafnaði hins vegar erindinu. Unnið er að byggingu nýrrar sundlaugar á Blönduósi og stefnt að opnun árið 2010.
