Lóuþrælar með jólatónleika
feykir.is
Skagafjörður
08.12.2014
kl. 09.44
Karlakórinn Lóuþrælar í Húnaþingi vestra heldur jólatónleika í Barnaskólanum á Borðeyri, fimmtudaginn 11. desember, klukkan 20:30 og Félagsheimilinu Hvammstanga, miðvikudaginn 17. desember, klukkan 20:30.
Á söngskránni eru íslensk og erlend jóla- og aðventulög. Stjórnandi kórsins er Guðmundur St. Sigurðsson og undirleikari Elínborg Sigurgeirsdóttir. Einsöngvari er Úlfar Trausti Þórðarson.
Kynnir á tónleikunum er sr. Magnús Magnússon og Guðný Hrund Karlsdóttir flytur hugvekju. Boðið verður upp á heitt súkkulaði og smákökur að loknum tónleikum og aðgangur er ókeypis.
Tónleikarnir eru í boði Landsbankans á Hvammstanga og styrktir af Menningarráði Norðurlands vestra