Lummudagar í lok júní
Lummudagar í Skagafirði 2014 verða haldnir dagana 26.-29. júní. Dagskrá Lummudaga er ennþá í mótun en að sjálfsögðu verða götuskreytingar, götumarkaður og götugrillin á sínum stað.
Nú er um að gera að taka helgina frá, skipuleggja fjölskylduhitting, bekkjarmót, saumaklúbbshitting, eða hvað annað sem fær fólk til að koma saman og njóta þessarar hátíðar.
Brottfluttir Skagfirðingar eru hvattir til þess að koma heim þessa helgi og taka þátt í hátíðarhöldunum.
Hafir þú einhverjar hugmyndir sem þú vilt koma á framfæri fyrir Lummudaga, eða ef þú vilt koma að framkvæmd hátíðarinnar, endilega hafðu þá samband við framkvæmdastjóra hátíðarinnar, Ásu Svanhildi Ægisdóttur, gegnum netfangið asasvanhildur@gmail.com.
Fréttatilkynning