Maður ársins 2010 í Húnaþingi
Húnahornið á Blönduósi stendur fyrir vali á manni ársins 2010 í Húnaþingi. Allir eru hvattir til að taka þátt í valinu en hægt er að senda inn tilnefningar fram til miðnættis 18. janúar næstkomandi og verða úrslitin kynnt laugardaginn 22. janúar.
Líkt og undanfarin fimm ár býður Húnahornið lesendum sínum að velja mann ársins í Húnaþingi þar sem sendar eru inn tilnefningu í gegnum þar til gerðan rafrænan atkvæðaseðil. Hver og einn getur aðeins sent inn eina tilnefningu og er jafnframt óskað eftir ástæðu tilnefningarinnar. Maður ársins í Húnaþingi getur verið einn einstaklingur eða hópur manna.
Lesendur Húnahornsins völdu fyrir ári síðan Bóthildi Halldórsdóttur frá Blönduósi sem mann ársins 2009 í Húnaþingi.
Allir lesendur Húnahornsins eru hvattir til að taka þátt í valinu - Smelltu hér.
Þetta er í sjötta sinn sem Húnahornið stendur fyrir vali á manni ársins í Húnaþingi.
- Menn ársins síðustu ár eru þessir:
- 2009: Bóthildur Halldórsdóttir.
- 2008: Lárus Ægir Guðmundsson.
- 2007: Rúnar Þór Njálsson.
- 2006: Lárus B. Jónsson.
- 2005: Lárus B. Jónsson.
- /Húni.is