Magnús Magnússon leiðir D-lista í Húnaþingi vestra

Magnús Magnússon, sveitarstjórnarfulltrúi, sóknarprestur og bóndi, leiðir D-lista Sjálfstæðismanna og óháðra.
Magnús Magnússon, sveitarstjórnarfulltrúi, sóknarprestur og bóndi, leiðir D-lista Sjálfstæðismanna og óháðra.

Smám saman koma þeir fram í sviðsljósið framboðslistar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fara þann 14. maí næstkomandi en síðasti möguleiki til að skila framboði er kl. 12 þann 8. apríl. Nú hefur verið kynntur D-listi sjálfstæðismanna og óháðra í Húnaþingi vestra. Efsta sætið skipar Magnús Magnússon, sveitarstjórnarfulltrúi, sóknarprestur og bóndi á Lækjarbakka.

Annað sætið skipar Sigríður Ólafsdóttir, sveitarstjórnarfulltrúi, bóndi og ráðunautur frá Víðidalstungu, og í þriðja sæti er Liljana Milenkoska, hjúkunarfræðingur. Hér að neðan má sjá þá 14 aðila sem skipa listann:

  1. Magnús Magnússon, sveitarstj.fulltrúi, sóknarprestur og bóndi
  2. Sigríður Ólafsdóttir, sveitarstj.fulltrúi, bóndi og ráðunautur
  3. Liljana Milenkoska, hjúkrunarfræðingur
  4. Birkir Snær Gunnlaugsson, bóndi og rafvirki
  5. Dagbjört Diljá Einþórsdóttir, bóndi
  6. Ragnar Bragi Ægisson, framreiðslumaður
  7. Fríða Marý Halldórsdóttir, hársnyrtisv.
  8. Ingveldur Linda Gestsdóttir, bóndi
  9. Jóhanna Maj Júlíusdóttir Lundberg, leikskólaleiðb.
  10. Elísa Ýr Sverrisdóttir, aðstoðarm. bygginga- og skipulagsfulltr.
  11. Gunnar Þórarinsson, bóndi
  12. Guðný Helga Björnsdóttir, bóndi
  13. Kristín Árnadóttir, djákni og fyrrv. skólastjóri
  14. Karl Ásgeir Sigurgeirsson, fyrrv. framkvæmdastjóri

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir