Málaralistin heillar alltaf

Dóra við eitt málverka sinna. Aðsendar myndir.
Dóra við eitt málverka sinna. Aðsendar myndir.

Dóra Sigurðardóttir, handverkskona og listamaður sem býr ásamt manni sínum í Vatnsdalshólum í Vatnsdal sagði lesendum Feykis frá því sem hún hefur helst verið að sýsla við í höndunum í 38. tbl. Feykis árið 21018. Dóra hefur lagt stund á margs konar handverk um dagana en þó er það málaralistin sem er henni hugleiknust og m.a. selur hún listilega skreytt kerti sem hún hannar og málar munstrin á.

Hve lengi hefur þú stundað hannyrðir?

Ég lærði að sauma út um sjö ára aldur hjá nágannakonu minni. Prjónaskap lærði ég í barnaskóla og hjá mágkonu minni, prjónaði á börnin mín og mig en fljótlega fór ég að snúa mér að öðru vegna þess að ég þoldi illa að prjóna. Ég hef prófað alls konar handavinnu og handverk eins og til dæmis grænlenskan perlusaum, mála á efni, bútasaum, útsaum í striga og margt fleira. Hekl lærði ég 15 ára en hef lítið gert af því. Ég hef teiknað alveg frá því ég var lítil stúlka og fékk tilsögn í því í barnaskóla og seinna í bréfaskóla og námskeiðum. Ég kynntist málaralistinni 1988 hjá fjöllistamanninum Erni Inga og þá lagði ég af ýmsa aðra handavinnu en hef alltaf gert smá með. Á næstu árum lærði ég alls konar málaraaðferðir hjá ýmsum kennurum. Ég hef þróað kertamálun og hef málað á kerti í mörg ár og hef líka málað olíumálverk og á ýmis önnur efni eins og leður, tré og pappír. Er lærður skrautskrifari og nota það með málaralistinni á kort, gestabækur og glös.

Hvaða handavinnu þykir þér skemmtilegast að vinna?

Mér hefur alltaf fundist gaman að telja út í krosssaum en hef ekki sinnt því lengi. Ég gríp annað slagið í að teikna útflúr þegar ég tek frí frá að mála kerti, málverk og kortin. Málaralistin heillar mig alltaf.

Hverju ertu að vinna að um þessar mundir?

Um þetta leyti árs er ég að byrja að mála fyrir jólamarkaðinn í kertunum, að hanna ný munstur og ákveða hvað ég nota frá fyrra ári. Ég er að vinna samhliða því syrpu af málverkum frá Vatnsdalshólum.

Hvernig fékkstu hugmyndina?

Ég bý á þessum frábæra stað og í göngutúrum um jörð mína hef ég séð frábæra liti og form. Mig langaði að túlka það á striga.

Hvaða handverk sem þú hefur gert ert þú ánægðust með?

Það er svo margt sem ég er ánægð með, handprjónaður kjóll og húfa á eldri dóttur mína, fyllt jólatré, gert eftir ljósmynd, en samt held ég að málverkið sem ég gerði 2016 af gamalli burstakirkju á jólanótt undir norðurljósum toppi það allt.

Dúkur sem Dóru langaði ekki að sauma allan út svo hún gerði eitt hornið útsaumað, það næsta með pallíettulengjum, það þriðja handmálað og fjórða hornið borðasaumur. Góð hugmynd sem Dóta er ánægð með.  Jólasokkur unninn með aðferð sem nefnist Bucilla. Dóra sá mynd í blaði af jólatrénu, teiknaði það upp og bjó til snið og skreytti eftir sínum smekk. Aðferðin er einföldun á Bucilla. Jólapósturinn er  handmálaður.

  

Dóra málar mikið af gullfallegum kertum.  Dúkkurnar og askjan eru unnar með aðferð sem kallast grænlenskur perlusaumur. Græna dúkkan var skraut á fermingarborð dóttur Dóru.

Dóra málar mikið á kort.

 

Mynd 1: Dúkur sem Dóru langaði ekki að sauma allan út svo hún gerði eitt hornið útsaumað, það næsta með pallíettulengjum, það þriðja handmálað og fjórða hornið borðasaumur. Góð hugmynd sem Dóta er ánægð með.

Mynd 2: Jólasokkur unninn með aðferð sem nefnist Bucilla. Dóra sá mynd í blaði af jólatrénu, teiknaði það upp og bjó til snið og skreytti eftir sínum smekk. Aðferðin er einföldun á Bucilla. Jólapósturinn er handmálaður.

Mynd 3: Gullfalleg kerti sem Dóra málar.

Mynd 4: Dúkkurnar og askjan eru unnar með aðferð sem kallast grænlenskur perlusaumur. Græna dúkkan var skraut á fermingarborð dóttur Dóru.

Mynd 5: Dóra málar mikið á kort.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir