Malbikun hafin á Skagaströnd

Unnið við malbikun í Spákonufellshöfða. Mynd: Skagastrond.is
Unnið við malbikun í Spákonufellshöfða. Mynd: Skagastrond.is

Í gær hófust malbikunarframkvæmdir á Skagaströnd en þá lagði malbikunarflokkur fyrstu fermetrana á útsýnisstaðinn á Spákonufellsöfða. Á næstu dögum er ætlunin að malbika alls um 15.700 m2,, bæði plön og götur. Þar af verða 8.500 m2 nýlagnir á plön og götur og 7.200 m2 yfirlagnir á gamalt og lélegt slitlag gatna að því segir á vef Skagastrandar

Reiknað er með að malbikunarframkvæmdirnar standi yfir fram til 15. september en veður getur þó haft áhrif á hvernig verkið gengur. Eru íbúar beðnir að virða athafnasvæði malbikunarflokksins og þær lokanir sem nauðsynlegt er að gera bæði í öryggisskyni og til að malbikið skemmist ekki á meðan það er að kólna. Einnig er fólk beðið að leggja ekki bílum í þær götur og á þau svæði sem malbikun er að hefjast á.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir